Ráðið hefur verið í stöður héraðsdýralækna

Matvælastofnun hefur gengið frá ráðningu í þær sex stöður héraðsdýralækna sem verða til með breyttri umdæmaskipan frá og með 1. nóvember n.k. Héraðsdýralæknir í Suðurumdæmi verður Gunnar Þorkelsson, hann hefur gegnt stöðu héraðsdýralæknis í Vestur-Skaftafellsumdæmi.

Héraðsdýralæknir í Suðvesturumdæmi verður Gunnar Örn Guðmundsson en hann hefur gegnt stöðu héraðsdýralæknis í Gullbringu- og Kjósarumdæmi.
Héraðsdýralæknir í Vesturumdæmi verður Flora-Josephine Hagen Liste, en hún hefur ásamt Hjalta Viðarsyni gegnt starfi héraðsdýralæknis í Dalaumdæmi.
Héraðsdýralæknir í Norðvesturumdæmi verður Egill Þorri Steingrímsson, en hann hefur gegnt stöðu héraðsdýralæknis í Austur-Húnaþingsumdæmi.
Héraðsdýralæknir í Norðausturumdæmi verður Ólafur Jónsson, en hann hefur gegnt stöðu héraðsdýralæknis í Skagafjarðar- og Eyjafjarðarumdæmi.
Héraðsdýralæknir í Austurumdæmi verður Hjörtur Magnason, en hann hefur gegnt stöðu héraðsdýralæknis í Austurlandsumdæmi nyrðra.

Nánari upplýsingar um staðsetningu umdæmisskrifstofa, símanúmer, netföng og þ.h. verða gefnar út  á heimasíðu MAST fyrir 1. nóvember nk.


back to top