Óreyndum nautum í útsendingu bætt á farsímavef nautaskráarinnar

Nú hefur óreyndum nautum í útsendingu verið bætt á farsíma- og spjaldtölvuvef Nautskráarinnar. Núna er því hægt að fletta upp öllum nautum sem eru í dreifingu á farsíma- og spjaldtölvuvefnum, þ.e. bæði reyndum og óreyndum nautum. Þeir sem hafa til umráða snjallsíma og/eða spjaldtölvur geta því skoðað þau naut sem standa til boða hvar og hvenær sem er, í fjósinu, úti á túni eða þar sem hugurinn girnist og síma- og/eða netsamband er fyrir hendi.

Slóðin á farsímavef nautaskráarinnar er nautaskra.net/m


back to top