Opið hús hjá Fóðurblöndunni

Fóðurblandan verður með opið hús í verslunum sínum á Selfossi miðvikudaginn 28 nóvember og Hvolsvelli fimmtudaginn 29 nóvember. Opið verður til 21:30 báða dagana og boðið verður upp á léttar veitingar og skemmtilega stund.
Meðal annars munu Chris King sérfræðingur í landbúnaðarvörum frá Rumenco og Nettex og Erlendur Jóhannsson fóðurfræðingur Fóðurblöndunnar veita fóðurráðgjöf. Bændur eru hvattir til að hafa niðurstöður heysýna meðferðis.
Ný heimasíða  Fóðurblöndunnar, fodur.is , verður kynnt sérstaklega og FMC 60 eftirlitsmyndavél frá Delaval verður sett upp.
Ingibjörg Reynisdóttir höfundur bókarinnar Gísli á Uppsölum verður á Selfossi frá kl 19:00.
Tilboð á mörgum vörum sem Fóðurblandan selur og framleiðir – allt að 20% afsláttur
Óvæntur glaðningur verður til bænda.

Komdu gæskur og gakktu í bæ
við góðan bjóðum kost
Mjöðin góða með gullin blæ,
girðingastaura og ost


Kær kveðja
Starfsfólk Fóðurblöndunnar


back to top