Nýtt met í æviafurðum

Í lok síðasta árs sló Hrafnhetta 153 frá Hólmum í A-Landeyjum gamalt met Sneglu 231 frá Hjálmholti í æviafurðum sem var 100.736 kg. Hrafnhetta hafði um áramótin síðustu náð því að mjólka 101.118 kg á 14,2 árum eða 7.121 kg að meðaltali á ári. Hrafnhetta sem er fædd í febrúar 1992 er enn í fullu fjöri, bar 4. janúar s.l. og var í 39,9 kg dagsnyt í febrúar s.l.
Hrafnhetta er dóttir Haka 88021 og Höttu 121 sem entist sömuleiðis gríðarlega vel, var fædd 1978 og felld 1994. Hrafnhetta bar 1. kálfi 1. október 1994 og var að bera 13. sinni í janúar s.l.
Hrafnhetta hlaut nafnbótina „heiðurskýr“ á kúasýningunni KÝR 2006.


back to top