Nýtt kynbótamat fyrir frjósemi

Nýtt kynbótamat fyrir frjósemi hefur verið reiknað þar sem upplýsingar um frjósemi frá vorinu 2012 hafa verið teknar með. Í skjalinu hér að neðan er yfirlit yfir þá hrúta sem voru í notkun á sæðingastöðvunum síðasta vetur. Bæði er eldra mat þeirra birt sem og nýtt mat ásamt því að breytingin í stigum er einnig sýnd.
Nýtt mat verður lesið inn í skýrsluhaldskerfið www.fjarvis.is á allar næstu dögum og uppfært ætternismat á lömbum á að koma ef lambabók er kölluð fram að nýju.

Sjá nánar:
Kynbótamat fyrir frjósemi haustið 2012


back to top