Nýtt búnaðarblað hefur göngu sína

Nýtt búnaðarblað hefur hafið göngu sína en á laugardaginn kom fyrsta tölublað búnaðarblaðsins Freyju út. Útgáfa Freyju er samvinnuverkefni þriggja einstaklinga sem töldu að bregðast þyrfti við tilfinnanlegum skorti vettvangi fyrir útgáfu hagnýts fag- og fræðsluefnis á íslensku fyrir bændur og áhugafólk um landbúnað en frá því að búnaðarblaðið Freyr hætti að koma út hefur útgáfa af þessu tagi legið niðri.

Í inngangsorðum ritstjórnar í blaðinu segir að markmiðið með útgáfunni sé „að starfa í þágu landbúnaðarins og miðla fjölbreyttum fróðleik bæði til gagns og ánægju fyrir lesendur“.


Að blaðinu standa Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, Axel Kárason og Eyjólfur Ingvi Bjarnason.


Inngangsgrein fyrsta tölublaðsins ber yfirskriftina, Hvernig landbúnað viljum við? Í henni segir Daði Már Kristófersson hagfræðingur: „Mín skoðun er þessi. Landbúnaður er „business“. Haga á opinberum stuðningi þannig að hann varðveiti sem mest af því frelsi sem bændur þurfa til að geta tekið skynsamlegar rekstrarákvarðanir sem tryggja arðbæran landbúnað.


Blaðið er fyrst og fremst gefið út á netinu og er aðgengilegt fyrir alla án endurgjalds á heimasíðu útgáfufélagsins www.sjarminn.is.


back to top