Nytjaplöntur á Íslandi 2014

Á vef Landbúnaðarháskóla Íslands er búið að birta nytjaplöntulistann 2014.   Eins og segir á heimasíðu skólans lbhi.is eru á listanum þær tegundir og yrki sem mælt er með við íslenskar aðstæður.  Listanum er ætlað að vera til hjálpar innflytjendum, bændum og öðrum ræktendum.   Nytjaplöntur á Íslandi 2014.

Fjallað er um yrki, sem henta við mismunandi aðstæður:
·Túnrækt – tegundir og yrki til notkunar í tún
·Garðflatir – golfflatir, garðar og íþróttavellir
·Uppgræðsla
·Korn til þroska
·Grænfóður – til beitar og/eða sláttar
·Garðávextir – kartöflur og gulrófur
·Ber – jarðarber og berjarunnar
·Iðnaðarjurtir – olíufræræktrækt
Smella hér til að sjá Nytjaplöntulistann 2014


back to top