Nýr starfsmaður á BSSL

Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn í fjármálaráðgjöf BSSL í samvinnu við Bændasamtök Íslands. Um tímabundna ráðningu er að ræða til eins árs í fæðingarorlofi Margrétar Ingjaldsdóttur. Nýi starfsmaðurinn heitir Eggert Þröstur Þórarinsson og er ættaður frá Hraungerði í Álftaveri.

Eggert hefur lokið mastersnámi í vélaverkfræði og hefur unnið við stundakennslu við verkfræðideild Háskóla Íslands og hjá Landsbanka Íslands samhliða meistaranámi í fjármálahagfræði.

Eggert er boðinn velkominn í hóp starfsmanna Búnaðarsambands Suðurlands. Hann mun hafa skrifstofuaðstöðu hjá BSSL á Selfossi og kemur til starfa mánudaginn 2. febrúar.


back to top