Ný naut til notkunar

Eins og sjá má á frétt frá RML koma ný naut úr árgangi 2008 til dreifingar. Þetta eru Þáttur 08021, Flekkur 08029, Klettur 08030, Gói 08037 og Bambi 08049. Frekari upplýsingar um þau má finna á Nautaskra.net og á hér á heimasíðunni, reynd naut í notkunÞað sem er sérstakt við dreifingu á sæði úr þeim er að á fundi fagráðs í nautgriparækt var ákveðið að takmarka notkun þeirra þriggja sem eru nautsfeður við skýrslubú og fjöldi skammta sem hver og einn getur fengið miðaður við fjölda árskúa. Frjótæknarnir munu fá upplýsingar um það um leið og dreifing á sæði úr þessum nautum hefst sem verður að lokinni áfyllingu á sæði í næstu viku. Nautin sem um ræðir eru; Flekkur 08029, Klettur 08030 og Bambi 08049.
Öllum kúabændum stendur til boða að taka þátt í skýrsluhaldi og þá um leið að fá að nota þessi naut.

 


back to top