Ný lög um útflutning hrossa

Alþingi hefur samþykkt ný lög um útflutning hrossa. Helstu breytingar frá núgildandi lögum eru þær að ekki verður lengur heimilt að flytja út hross sem einungis eru frostmerkt, tímabil það sem aðeins er heimilt að flytja hross út með flugvélum er lengt og gjald það sem útflytjendur hrossa greiða í stofnverndarsjóð er hækkað. Það gjald verður 1.500 kr. af hverju útfluttu hrossi og munu Bændasamtök Íslands annast innheimtu þess.

Þá er í frumvarpinu að finna það nýmæli að óheimilt verður að flytja hross frá Íslandi með flutningsfari sem samtímis flytur dýr frá öðrum löndum.
Hér fyrir neðan er að finn hlekk á frumvarpið eftir 2. umræðu en það er samhljóða þeim lögum sem endanlega voru samþykkt.


Lög um útflutning hrossa


back to top