Ný heimasíða Fóðurblöndunnar

Fóðurblandan hefur sett nýja og endurbætta í loftið. Á nýju síðunni er lögð aukin áhersla á netverslun og verður kappkostað að veita sem bestar upplýsingar um þær fjöldamörgu vörur til búrekstrar sem Fóðurblandan hefur á boðstólnum að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Um 1.000 vörur hafa nú þegar verið settar inn í netverslunina sem hægt er að panta á þægilegan hátt og fá sent til sín hvert á land sem er. Með nýju vefsíðunni er komið á móts við þá viðskiptavini sem kjósa að sinna viðskiptum sínum í auknum mæli á netinu. Þetta er liður í að auka þjónustu fyrirtækisins segir í tilkynningu fyrirtækisins.


Vefur Fóðurblöndunnar er settur upp í íslenska vefumsjónarkerfinu WebMaster frá TM Software og vefslóðin er www.fodur.is.


back to top