New Holland valindráttarvél ársins 2008

Nýja T7000 dráttarvéla línan frá New Holland hlaut þann virta heiður að vera valin “Dráttarvél ársins 2008” á Agritechnica landbúnaðarsýningunni sem nú fer fram í Hannover í þýskalandi, Gullverðlaunin fyrir hönnun “Golden Tractor for Design” komu einnig í hlut þessara véla frá New Holland fyrir hönnun og fyrir að setja nýja staðla hvað varðar afköst og þægindi sem er að finna í T7000 dráttarvéla línuni og má með sanni segja að T7000 hafi unnið stórsigur.
Dómaranefndin var skipuð helstu sérfræðingum og fréttamönnum landbúnaðartímarita í Evrópu.
T7000 línan telur 4 gerðir véla í hestöflum frá 165 til 210 sem allar hafa fengið mikið lof fyrir að vera hljóðlátar, afkastamiklar og með frábær akstursþægindi.

Á sýningunni í ár er New Holland jafnframt fyrsti framleiðandinn utan Þýskalands sem hlýtur 3 gullverðlaun á sýningunni og er það í fyrsta skipti í sögu Agritechnica sem það gerist.
Til viðbótar þeim tveim gullverðlaunum sem greint er frá hér að ofan fékk New Holland þreskivélin ein gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun.

Fréttatilkynning frá Vélaver


back to top