Nefnd skipuð um endurskoðun búnaðargjalds

Bændasamtök Íslands hafa nú skipað nefnd sem mun endurskoða innheimtu búnaðargjaldsins. Nefndin er skipuð í kjölfar ályktunar frá Búnaðarþingi 2010 og er starfssvið hennar að finna leiðir til þess að lækka búnaðargjaldið, sem og að skoða leiðir til að fjármagna félagskerfið með öðrum hætti.

Í nefndinni situr m.a. Sigurður Loftsson, formaður LK, en auk hans er í nefndinni Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður LS og eru þeir fulltrúar búgreinafélaganna. Fulltrúar búnaðarsambandanna eru þeir Árni Brynjólfsson (formaður stjórnar Búnaðarsambands Vestfjarða) og Einar Ófeigur Björnsson (formaður stjórnar Búnaðarsambands Norður-Þingeyinga. Fulltrúi Bændasamtakanna er Sveinn Sæland, garðyrkjubóndi á Suðurlandi.


back to top