Nautgriparæktarfundur 3. mars n.k.

Fimmtudaginn 3. mars n.k. verður haldinn nautgriparæktarfundur á vegum Búnaðarsambands Suðurlands og Bændasamtaka Íslands í Árhúsum á Hellu. Fundurinn hefst kl. 13.30. Á fundinum verður m.a. fjallað um niðurstöður skýrsluhaldsins á árinu 2010, nautahaldið og nautgriparækt almennt. Þá verða veittar viðurkenningar fyrir afurðahæstu búin og kýrnar á s.l. ári sem og bestu naut úr nautaárgöngum 2002 og 2003.
Á fundinn mun m.a. Magnús B. Jónsson, landsráðunautur í nautgriparækt, mæta.
Allir kúabændur velkomnir.

Búnaðarsamband Suðurlands
Bændasamtök Íslands


back to top