Nautaskráin uppfærð

Nautaskráin (www.nautaskra.net) hefur verið uppfærð þannig að lista yfir reynd naut í notkun hefur verið breytt sem og lista yfir nautsfeður til notkunar næstu mánuði. Hins vegar skal tekið fram að kynbótamat þeirra nauta sem voru í notkun áður er frá mars 2008 og þau naut úr 2002 árgangnum sem komu ný til notkunar um daginn hafa ekki fengið endanlegt kynbótamat enn.

Vinnsla kynbótamats stendur enn yfir en verður birt um leið og það liggur fyrir en vegna villna sem urðu við yfirfærslu á gögnum yfir í nýtt kynbótamatskerfi gæti það dregist eitthvað. Að leiðréttingum loknum ætti þessi vandi að vera úr sögunni fyrir fullt og allt og vinnsla kynbótamats að ganga mun hraðar fyrir sig framvegis.


back to top