Nautakjötið með mesta söluaukningu á árinu 2010

Á síðasta ári var markaðshlutdeild alifuglakjöts mest á landinu eða 30%, kindakjöt var í öðru sæti með 26,2% markaðshlutdeild, svínakjöt í þriðja með 25,2% og nautakjöt fjórða með 16,4%. Hrossakjötið rak svo lestina sem fyrr með 2,3% hlutdeild.
Í desember nam sala á kindakjöti 489 tonnum samanborið við 308 tonn í desember 2009 eða 59,8% meiri. Síðasta ársfjórðung síðasta jókst salan um 3,8% miðað við sama tíma árið 2009 og sé litið til 12 mánaða er aukningin 0,2%. Ef eingöngu er litið til dilkakjöts er söluaukningin meiri. Heildarsala kindakjöts nam 6.275 tonnum á árinu 2010.
Heildarframleiðsla kindakjöts nam 9.166 tonnum sem er 3,6% meira en 2009.

Útflutningur kindakjöts í desember var 291 tonn af kindakjöti sem er 51% meira en í desember 2009. Útflutningur ársins varð 3.570 tonn eða 39% af heildarsölunni.
Að teknu tillit til sölu og útflutnings er 15% aukning í heildarafsetningu  á milli áranna 2009 og 2010. Á árinu var salan tæpum 700 tonnum meiri en framleiðslan og voru birgðir 14% minni í árslok 2010 en 2009


Sala á nautgripakjöti í desember sl. var 324 tonn, sem er heilum 20,9% meira en í sama mánuði í fyrra. Þar af nam sala á ungnautakjöti 172 tonnum, sem er 19,8% aukning m.v. sama mánuð á sl. ári.
Á árinu 2010 jókst sala á nautgripakjöti um 4,3% miðað við árið á undan og nam alls 3.916 tonnum. Mest er salan á ungnautakjöti eða 2.201 tonn (56,2%).


Árið 2010 var erfitt ár í alifuglarækt en þrátt fyrir það nam sala þess 7.190 tonnum (aukning um +0,7% frá 2009), af svínakjöti seldust 6.025 tonn (samdráttur um -5,2% frá 2009) og sala á hrossakjöti var 541 tonn (samdráttur um -18,2% frá 2009).


back to top