Námskeið í frjósemi og beiðslisgreiningu

Nautastöð BÍ. hefur ákveðið í samvinnu við búnaðarsamböndin að halda námskeið í frjósemi og beiðslisgreiningu. Tilgangur með námskeiðinu er að fara yfir nokkra þætti tengda frjósemi nautgripa og þjálfa bændur í að greina beiðsli hjá kúm.
Námskeiði er á Stóra Ármóti mánudaginn 7. mars og stendur frá 11.00 og fram til kl 17:00 og er haldið af Þorsteini Ólafssyni dýralækni nautastöðvarinnar. Skráning fer fram hjá Búnaðarsambandi Suðurlands í síðasta lagi 3. mars. Námskeiðsgjald er 15.000,- kr en er styrkhæft úr starfsmenntasjóði.


back to top