Námskeið á Stóra-Ármóti

Á Stóra-Ármóti eru ýmis námskeið í gangi og síðastliðinn fimmtudag var haldið námskeið í hagkvæmni nautakjötsframleiðslu.  Kennari var Þóroddur Sveinsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands, Jóna Þórunn Ragnarsdóttir og Hrafnhildur Baldursdóttir hjá Ráðgjarfarmiðstöð landbúnaðarins sóttu námskeiðið sem var mjög vel sótt og í alla staði fróðlegt og skemmtilegt.
Eftir páska verður svo Vinnuverndar- og réttindanámskeið fyrir bændur, það námskeið er haldið af LBHÍ í samstarfi við Vinnueftirlitið og Búnaðarsamböndin. Námskeiðið er styrkhæft úr Starfsmenntasjóði bænda.

Nánar um námskeiðið hagkvæmni nautakjötsframleiðslu á rml.is

 
 

back to top