Næsti kvótamarkaður verður 1. nóv. n.k.

Við minnum á að næsti kvótamarkaður með greiðslumark í mjólk fer fram þann 1. nóvember 2012. Kaup- og sölutilboðum þarf að skila til Matvælastofnunar fyrir þann 25. október n.k.
Þeir sem hyggjast kaupa eða selja á greiðslumark ættu að kynna sér leiðbeiningar vel og athuga að útvega öll fylgigögn í tíma.

Með sölutilboði skal fylgja:
• Veðbókavottorð til staðfestingar á eignarhaldi lögbýlis.
• Eftir atvikum staðfesting á að ábúandi eða leigutaki lögbýlis sé tilboðsgjafi.
• Samþykki eiganda/eigenda lögbýlis sé sá eða þeir ekki seljandi/ur og geiðslumarkið ekki sérskráð.
• Samþykki þinglýstra veðhafa.


Með kauptilboði skal fylgja:
• Bankaábyrgð fyrir greiðslu á greiðslumarki í samræmi við ofanritað tilboð eða bankaávísun fyrir tilboðsfjárhæð.
• Þinglýsingarvottorð til staðfestingar á eignarhaldi lögbýlis.
• Eftir atvikum staðfesting á að ábúandi / leigutaki lögbýlis sé tilboðsgjafi.


Sjá nánar:
Aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur


back to top