Myndir frá hlaupinu í Markarfljóti

Valur G. Ragnarsson í Stóra-Dal sendi okkur nokkrar myndir af fyrra hlaupinu í Markarfljóti í gær. Á myndunum má sjá vatnsmagnið í fljótinu og svo áhrif þess á flag sem sáð var í káli í fyrravor. Glöggt má sjá hvernig plógstrengirnir skófust í burtu á stóru svæði.
Hlaupið fór yfir um 30 ha. af nýlega ræktuðum túnum í landi Stóra-Dals og Eyvindarholts og skóf í burtu og eyðilagði nokkur hundruð metra af girðingum.


back to top