Mykjan er gulli betri!

Stærsta kúamykjuorkuver í heimi var tekið í notkun í Innri-Mongólíu í Kína 21. janúar sl. Í orkuverinu er unnið úr mykju og fráveituvatni frá 10.000 kúm. Úr þessu hráefni fást 12.000 rúmmetrar af metangasi, sem duga til að framleiða 10 milljón KWst eða 10 GWst af raforku á ári. Þetta samsvarar uppsettu afli upp á u.þ.b. 1,5 MW.

Auk raforkunnar framleiðir orkuverið 200.000 tonn af áburði árlega, en til þeirrar framleiðslu myndi ella þurfa um 5.000 tonn af kolum. Hreinsað fráveituvatn frá verinu nýtist síðan til vökvunar.

Lesa frétt á heimasíðu Worldwatch Institute 1. feb. sl.


back to top