Mun minni uppskera en í fyrra

Sláttur hófst nokkru seinna í ár en undanfarin ár eða 26. júní. Mun minna var á og skýrist það að hluta af árferði og nýræktum sem ekki eru komnar í full afköst, en ekki síður af auknum ágangi álfta og gæsa í túnin, sjá töflu. Þegar þetta er skrifað er eftir að slá 13,5 ha nýrækt og má áætla að 70 rúllur fáist af henni. Fyrstu niðurstöður heyefnagreininga gefa til kynna að um einsleitan og góðan heyfeng sé að ræða og betri en reiknað var með. Sáð var korni í um 17 ha. Kornið er greinilega seinna í ár en við höfum mátt venjast og því nokkur óvissa um uppskeru þegar þetta er skrifað.


Uppskera – samantekt 2010 og 2011

Ha.


Rúllur


Kg þe.


FEm

1.sl. 2010

62


832


243.000


200.000

1. sl. 2011

55,8


493


138.000


114.000

Mismunur

-6


-339


-105.000


-86.000

2. sl. 2010

45


238


69.000


55.000

2. sl. 2011

41,7


205


57.400


45.000

Mismunur

-3


-33


-11.600


-10.000


back to top