Minkaskinn seldust upp í Kaupmannahöfn

Minkaskinn seldust upp á febrúar-uppboði hjá Kopenhagen Fur, stærsta skinnamarkaði heims. Alls seldust 3,5 milljónir skinna fyrir rúmlega 15 milljarða króna.
Nokkur spenna var fyrir uppboðið þar sem sala í haust var fremur dræm og alls óljóst hverning markaðurinn brygðist við fjármálakreppunni. Eftirspurnin fór hins vegar fram úr björtustu vonum enda seldust öll skinn sem boðin voru upp.
Verðið lækkaði að vísu um 12,5% frá síðasta uppboði en góð sala vegur þar upp á móti.

Næst skinnauppboð í Kaupmannahöfn verður 2.- 6. apríl n.k.


back to top