Mikið mjólkurinnlegg síðustu vikur

Mjólkurinnlegg á Selfossi hefur verið mikið undanfarnar vikur eða um 820 þús. lítrar á viku. Þetta er 50-60 þús. lítrum meira á viku en í fyrra og er vikuinnleggið nú svipað og árið 2009 en þá var mjólk úr A-Skaftafellssýslu innvigtuð á Selfossi. Þrátt fyrir þetta er heildarinnlegg ársins 4,05% minna en á sama tíma í fyrra. Það stendur nú í um 38 milljónum lítra. Allar líkur eru á að heildarinnlegg ársins verði svipað og í fyrra eða mjög nærri 47 milljónum lítra.
Á landsvísu stendur innleggið nú í 101,6 milljónum lítra sem er 322 lítrum eða 0,32% meira en á sama tíma í fyrra. Frá því um miðjan ágúst hefur innlegg sömu vikna verið mun meira en í fyrra og ef svo fer sem fram horfir má búast við því að mjólkurinnlegg í ár verði öllu meira en 2010. Líklegt verður að teljast að heildarinnlegg ársins verði nærri 123 milljónum lítra.

Sjá nánar:
Innlegg á Selfossi


back to top