MAST gerir athugasemdir við samþykktir aðalfundar LS

Á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) 2011 var gengið frá samþykktum sem m.a. snúa að starfsemi Matvælastofnunar (MAST). MAST hefur nú sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að samþykktir LS hafi verið til skoðunar hjá stofnuninni. Að því er fram kemur í tilkynningunni þykir MAST vegið af full mikilli hörku að starfsemi hennar og ekki í öllum tilvikum í samræmi við það sem rétt er. Þar segir að sum þessara mála hafi áður verið til umræðu milli aðila og úrbætur gerðar, önnur megi rekja nokkur ár aftur í tímann til starfshátta sem nú hafa tekið verulegum breytingum og þá eru þarna atriði sem stofnunin er sammála LS um og önnur sem MAST getur alls ekki fallist á. Það síðasta á meðal annars við um fræðslu og sjúkdómavarnir og fordæmingu LS á stjórnsýslu MAST í díoxínmálinu þar sem stofnunin hefur lagt mikið af mörkum við að tryggja matvælaöryggi gagnvart neytendum og standa við upplýsingaskyldu gagnvart fjölmörgum aðilum, bæði hér á landi og erlendis. Í díoxínmálinu sannast líklega hið fornkveðna um að spjótum er beint að boðbera slæmra tíðinda, því LS sér ekki ástæðu til að eyða einu orði á sjálfan mengunarvaldinn.

MAST hefur nú tekið saman nokkur atriði sem snúa að samþykktum LS og umfjöllun um þær og vonar að þau skýri málin, en um leið skal tekið fram að stofnunin mun fara yfir öll þau atriði sem deilt er á og vinna að úrbótum þar sem ástæða er til. Athugasemdir MAST má sjá á heimasíðu stofnunarinnar.


 Athugasemdir MAST við samþykktir LS


 


back to top