Mars-uppgjör komið á vefinn

Mars-uppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar hefur verið birt á vef Bændasamtakanna. Afurðir eftir árskú s.l. 12 mánuði hafa heldur minnkað hér á Suðurlandi samanborið við almanaksárið 2010. Þær standa nú í 5.400 kg en voru 5.424 kg á árinu 2010. Hafa verður í huga að ávallt verður nokkur sveifla milli mánaða þannig að ekki er um verulegan mun að ræða.
Afurðir eru nú mestar Rangárvallsýslu eða 5.470 kg/árskú og næstmestar í Árnessýslu 4.465 kg/árskú eða nánast þær sömu.
Afurðahæsta búið á Suðurlandi nú er hjá Arnari Bjarna og Berglindi í Gunnbjarnarholti með 7.712 kg/árskú og síðan kemur Kirkjulækur í Fljótshlíð með 7.708 kg/árskú. Rétt er að taka fram að efnainnihald er hærra á Kirkjulæk þannig að ef afurðir væru reiknaðar í verðefnum væri Kirkjulækur efst.
Á landinu öllu eru Guðlaug og Eyberg á Hraunhálsi efst með 7.865 kg/árskú.

Afurðahæsta kýrin á landsvísu s.l. 12 mánuði er Lýsa 158 Frísksdóttir 94026 á Stakkhamri á Snæfellsnesi með 12.424 kg. Hér á Suðurlandi standa 4 kýr í Gunnbjarnarholti í efstu sætum. Efst er Habbý 371 Þverteinsdóttir 97032 með 11.618 kg en Þynnka 389 Drómadóttir 94025 er mjög skammt undan með 11.615 kg.

Niðurstöður skýrsluhaldsins á vef BÍ


back to top