Landsmót fornbílaklúbbs Íslands – Selfossi

Tíunda landsmótið á Selfossi verður haldið helgina 21. – 23. júní. Helstu liðir verða á sínum stað, þar á meðal hópakstur austur og keyrsla um Selfoss sem endar með mótssetningu. Að venju verður laugardagurinn helgaður sýningu bíla, kynningar á bílum, markaður með handverk o.fl., „skottmarkaður“ varahluta, vöfflusala, keppni fjarstýrðra bíla o.fl. Þeir sem hafa hug á að vera með í „skottmarkaði“ verða að skrá sig á fornbill@fornbill.is, þar sem þeim verður raðað saman. Nánar á fornbill.is


back to top