Landskeppni Smalahundafélags Íslands

Hin árlega landskeppni Smalahundafélags Íslands verður haldin 29. – 30. ágúst að Miðengi í Grímsnesi. Að þessu sinni er það nýstofnuð smalahundadeild Árnessýslu sem heldur keppnina en mikill áhugi var fyrir stofnun deildarinnar og eru félagsmenn rúmlega 20 talsins. Búist er við metþátttöku þar sem áhugi bænda og annarra að eignast góðan smalahund hefur stóraukist. Þá hafa félagsmenn reynt að betrumbæta hundakostinn með því að flytja inn nýtt blóð til landsins. Verður því spennandi að sjá hvernig til hefur tekist.

Keppnin byrjar laugardaginn 29. ágúst kl. 11.00 á unghundum og síðan verður keppt í B-flokk og endað á A-flokk. Á sunnudag hefst keppnin kl. 11.00 og verða úrslit í B og A flokk.


Skráning fer fram hjá Reyni Jónssyni í síma 898-0929 fyrir 20. ágúst n.k.


Alla nánari uppl. er að finna á vef Smalahundafélags Íslands www.smalahundur.123.is


Á Miðengi er veitingasala, tjaldstæði og snyrtiaðstaða. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla fjölskylduna að skella sér í útilegu og eiga góða helgi og frábæra skemmtun.


Fréttatilkynning frá
Smalahundafélagi Íslands


back to top