Landgræðslugirðing í Meðallandi stendur sauðfjárbændum til boða

Landgræðsla ríkisins hefur boðið fram landgræðslugirðingu í Meðallandi, kennda við Leiðvöll, til sauðfjárbeitar nú í sumar til að létta á vandræðum sauðfjárbænda á gossvæðinu. Girðingin nær frá Kúðafljóti austur að Hnausum og er girt af með rafmagnsgirðingu, um 3.000 ha. alls. Um helgina verða girðingar yfirfarnar og beitargildi metið. Að því loknu ætti að vera ljóst hvenær flytja má fé í girðinguna.
Heimilt er að flytja sauðfé innan varnarhólfins sem nær frá Markarfljóti austur að Gígjukvísl í þessa girðingu.
Þeir fjárbændur sem áhuga hafa á að nýta sér þetta hafi samband við Svein Sigurmundsson í síma 894 7146.


back to top