Kynbótasýning á Selfossi – lokaskráningardagur.

Kynbótasýning á Selfossi –síðasti skráningardagur 26. apríl n.k.
Kynbótasýning fer fram á Brávöllum á Selfossi dagana 6. til 10. maí ef næg þátttaka verður. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. 

Opnað var á skráningar á allar kynbótasýningar vorsins þann 15. apríl síðastliðinn. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er nk. föstudagur 26. apríl, þannig nú er um að gera að drífa í að skrá og greiða. Verð fyrir fullnaðardóm er 18.500 kr en fyrir byggingadóm 13.500 kr. Endurgreiðslur á sýningargjöldum koma því aðeins til greina að látið sé vita um forföll fyrir kl. 16:00 síðasta virka dag fyrir sýningu í síma 516-5000 en einnig er hægt að senda tölvupóst á netföngin lr@rml.is og  rml@rml.is . Endurgreitt er kr. 11.000,- fyrir hross sem skráð hefur verið í fullnaðardóm og kr. 8.000,- fyrir hross sem aðeins hefur verið skráð í sköpulags- eða hæfileikadóm. Slasist hross eftir að sýning hefst er sama hlutfall endurgreitt gegn læknisvottorði. 
Allar nánari upplýsingar í síma Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins 516-5000 eða á heimasíðunni www.rml.is þar sem t.d. eru leiðbeiningar um hvernig eigi að skrá hross á sýningu. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netföngin lr@rml.is og  rml@rml.is.                    
 
Minnum á að allir stóðhestar verða að vera DNA greindir svo og foreldrar þeirra. Úr stóðhestum fimm vetra og eldri þarf að liggja fyrir blóðsýni og spattmynd í Worldfeng til að hægt sé að skrá þá á sýningu.
 

back to top