Korn spírar vel í ösku og öskublönduðum jarðvegi

Starfsmenn Landbúnaðarháskólans tóku tóku ösku- og jarðvegssýni undir Eyjafjöllum eftir að aska féll þar í upphafi goss og hafa verið gerðar tilraunir með ræktun í öskunni á tilraunastöðinni á Korpu. Prófað hefur verið að sá byggi og grasfræi í hreina ösku sem og ösku blandaða mismiklum jarðvegi. Kornið var farið að spíra á innan við viku frá því sáð var í öllum gerðum ösku og jarðvegs nema leðjunni sem hlaupið í Svaðbælisá ruddi fram á túnin á Önundarhorni.
Grasfræið er enn ekki farið að spíra enda tekur það lengri tíma fyrir það að spíra en kornið.


back to top