Kettir geta líka haft ofnæmi fyrir mönnum

Alkunnugt er að ýmsir menn þola illa fínleg hár af kattarfeldi, en sérfræðingar Edinborgarháskóla segja suma ketti, og ýmiss önnur dýr, hafa ofnæmi fyrir mönnum. Þannig valdi húðfrumur og hár manna því að 2% katta eigi við ýmsa ofnæmiskvilla að stríða, svo sem kláða, hnerra og öndunarsjúkdóma á borð við asma.

Þá bæti ekki úr skák séu kettirnir lokaðir inni í sóðalegum mannabústöðum þar sem rykrottur séu undir húsgögnum og í hornum og tóbaksreykur liggi í loftinu.


back to top