Íslandsmeistaramót í rúningi 2013

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu stendur fyrir Íslandsmeistaramótinu í rúningi laugardaginn 26. október næstkomandi. Keppnin hefst kl 14:00 í reiðhöllinni í Búðardal.

Verður krýndur nýr Íslandsmeistari þetta árið? Eða ver heimamaðurinn Jóhann Hólm Ríkharðsson titilinn? Er þetta ekki eitthvað fyrir þig? Taktu upp tólið eða sendu okkur tölvupóst og skráðu þig til leiks. Vegleg verðlaun í boði.

Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi 21. október til Jóns Egils í síma 867-0892 eða á netfangið bjargeys@simnet.is


back to top