Innleggið eykst enn

Innvigtun mjólkur á Selfossi í viku 11 var 1.039.656 lítrar sem er 7.186 lítrum meira en í síðustu viku. Miðað við sömu viku í fyrra er innlegg á Selfossi tæplega 76 þús. lítrum eða 7,85% meira. Munurinn á vikuinnlegginu milli ára hefur því verið svipaður það sem af er ári eða 7-8%. Samanlagt innlegg verðlagsársins er nú 10,13% meira en á sama tíma á fyrra verðlagsári.
Innvigtun verðlagsársins hér á Selfossi er orðin 25,3 milljónir eða rúmlega 2,3 milljónum lítra meiri en á sama tíma í fyrra.
Hér fyrir neðan má sjá hve miklu munar á innleggi í prósentum í viku 11 2006/07 og 2005/06 í afurðastöðvum MS:

Selfoss: +7,85%
Reykjavík: +0,57%
Búðardalur: +4,26%
Ísafjörður: +17,54%
Blönduós: +2,09%
Akureyri: +15,16%
Egilsstaðir: +12,52%
Öll mjólk hjá MS: +8,55%

Smelltu hér til að skoða samnaburð á innleggi á Selfossi milli ára.


back to top