Huga þarf vel að hreinlæti á sauðburði og ekki síst nú

Nú þegar sauðburður stendur sem hæst á öskufallssvæðinu og þrengsli eru víða orðin mjög mikil er mikilvægt að gæta hreinlætis svo sem nokkur kostur er. Víða er allt mögulegt húsnæði nýtt til hins ítrasta, hlöður sem og annað tiltækt húsnæði. Við slíkar aðstæður getur þurft heilmikinn undirburð og sem betur fer er til nógur hálmur á svæðinu.
Búnaðarsambandinu er kunnugt um að í Drangshlíð eru verulegar birgðir af hálmi og kostar hálmrúllan kr. 4.500 án vsk.


back to top