Hrútaskráin 2012-2013 komin á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna fyrir 2012-2013 er komin á vefinn hjá okkur. Hún er á pdf-formi sem er hentugt til skoðunar sem og útprentunar. Hægt er að hlaða henni niður í heild sinni eða í tveimur pörtum, þ.e. annars vegar með þeim hrútum sem verða á Sauðfjársræðingastöð Suðurlands í vetur og hins vegar þeim sem verða á Sauðfjársæðingastöð Vesturlands.
Þá eru þeir hrútar sem verða á Suðurlandi í vetur birtir á töfluformi þar sem hægt er að raða þeim eftir nafni, númeri og kynbótamati. Þar er enn fremur hægt að sjá nánari upplýsingar um hvern hrút með því að smella á nafnið.
Prentaða útgáfa skráarinnar er væntanleg úr prentun þann 14. nóvember n.k. og fer þá þegar til dreifingar til sauðfjárbænda um land allt. Nefna má að fyrstu haustfundir sauðfjárræktarinnar verða þá um kvöldið og þar verður skrána að finna glóðvolga beint úr prentsmiðjunni.

Sjá nánar:
Hrútaskrá
Hrútaskrár á pdf


back to top