Hrútafundir á Suðurlandi

Haustfundarröð sauðfjárræktarinnar á Suðurlandi er nú lokið og tókust fundirnir mjög vel.  Alls mætu um 170 manns á fundina sem voru á fjórum stöðum.  Sláturfélag Suðurlands og Búnaðarsamband Suðurlands buðu upp á kaffi á fundunum og Fóðurblandan og Jötunn Vélar gáfu þau verðlaun sem veitt voru.  Á fundunum fór Sveinn Sigurmundsson yfir fyrirkomulag sauðfjársæðinga og niðurstöður síðasta árs, þ.e. þátttöku og árangur. Jóhannes Sveinbjörnsson frá LBHÍ og bóndi Heiðarbæ I var með mjög fróðlegt erindi um áhrif heygæða á afurðir og heilsu sauðfjár. Eyjólfur Ingvi Bjarnason frá RML kynnti hrútakost Sauðfjársæðingastöðvarinnar og einnig fjallaði hann um hauststarfið 2015 yfir landið, afkvæmarannsóknir hrúta og fyrirkomulag þeirra. Hann var einnig með brýningu um að auka notkun á lambhrútum og svo kom hann aðeins inn á Fjárvís. Fanney Ólöf Lárusdóttir hjá RML kynnti verkefni á þeirra vegum sem heitir ,,Auknar afurðir sauðfjár“ og síðan enduðu allir fundirnir á að hún fór yfir hauststörfin á Suðurlandi og verðlaunabú fyrir lambhrúta og efstu BLUP hrútana.


Hér fyrir neðan er erindi Jóhannesar Sveinbjörnssonar og listi yfir bestu lambhrútana í hverri sýslu fyrir sig og listi yfir efstu BLUP hrútana.

Erindi JS áhrif heygæða á afurðir og heilsufar sauðfjár hrútafundir BSSL nóv 2015 (002)

Bestu lambhrútarnir 2015

BLUP-efstir 2015

Lambhrútar-A-Skaftafellssýslu bestir 2015

Lambhrútar-V-Skaftafellssýslu bestir 2015

Lambhrútar Rangarvallasýslu bestir 2015

Lambhrútar Árnessyslu bestir 2015

Meðfylgjandi mynd er af Daða Steini Jóhannssyni, Skammadal með lambhrútinn sinn nr. 3 sem var í öðru sæti í Vestur-Skaftafellssýslu, Pétur Halldórsson RML tók myndina.

 


back to top