Hross í kaupstaðarferð á Selfossi

Sex hross brugðu sér í kaupstað í nótt, spókuðu sig á götum Selfoss og hópuðust saman við pósthúsið, líkt og þau ættu erindi þangað. Allir tiltækir lögreglumenn lögðust í smölun og tókst að reka þau inn í gerði í hesthúsahverfinu í austurjaðri bæjarins.
Ekki er vitað hver á hrossin, en talið er líklegt að þau séu úr hesthúsahverfinu á Selfossi.


back to top