Hróður Mókollu berst út fyrir landsteinana

Mókolla 230 frá Kirkjulæk í Fljótshlíð er orðin þekkt utan landsteinanna en eins og við sögðum frá fyrir skömmu sló hún Íslandsmetið í æviafurðum í nóvember s.l. Þá hafði hún mjólkað 111.354 kg á 14 árum og er enn að. Hún bætir því metið með hverjum degi sem líður.
Á bandaríska fréttavefnum UPI er fjallað um afrek Mókollu og m.a. sagt frá farsælli ævi Mókollu og því að hún er fædd 7. apríl 1996 og því á sínum 17. vetri.
Við ítrekum hamingjuóskir okkar til ábúenda á Kirkjulæk en slíka gripi eins og Mókollu er ekki að finna í hverju fjósi.

Sjá nánar:
Umfjöllun bandaríska fréttavefsins UPI um Mókollu


back to top