Hraunkot komið í toppsætið

Að loknu júlíuppgjöri skýrsluhalds nautgriparæktarinnar eru meðalafurðir á árskú 5.355 kg eða ívið meiri á síðasta almanaksári þegar þær voru 5.342 kg. Á Suðurlandi eru afurðir eftir árskú að loknu júní-uppgjöri 5.418 kg og hafa nánast staðið í stað miðað við síðasta almanaksár.
Hraunkot í Landbroti í V-Skaft. vermir nú toppsætið með 8.015 kg eftir árskú og mun það vera í fyrsta skipti sem bú í V-Skaft. kemst á toppinn á landsvísu. Sannarlega glæsilegur árangur á ferðinni hjá Ólafi og Sigurlaugu. Í öðru sæti er Kirkjulækur í Fljótshlíð en þar eru meðalafurðir árskúa nú 7.944 kg og í þriðja sæti er Reykjahlíð á Skeiðum með 7.864 kg/árskú.
Afurðahæsta kýr síðastliðna 12 mánuði er Systa 361 á Syðri-Bægisá í Öxnadal með 12.206 kg mjólkur. Önnur í röðinni er Treyja 387 í Hrepphólum í Hrunamannahreppi með 11.716 kg og sú þriðja er Bína 508 í Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi en hún hefur mjólkað 11.508 kg sl. 12 mánuði.

Sjá nánar:
Niðurstöður skýrsluhaldsins á vef BÍ


back to top