Hraunkot haggast ekki á toppnum

Uppgjör afurðaskýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nóvember hefur nú verið birt. Þegar yfirlitið var tekið saman höfðu borist skýrslur frá 94% búa sem skráð eru í skýrsluhaldið. Helstu niðurstöður eru þær að 22.430,0 árskýr mjólkuðu að meðaltali 5.414 kg síðustu 12 mánuðina. Ef eingöngu er litið á Suðurland höfðu 8541,7 árskýr mjólkað 5.533 kg að meðaltali á sama tíma.
Hæsta meðalnytin í lok nóvember var í Hraunkoti í Skaftárhreppi 8.341 kg og næsthæstu meðalafurðir voru á Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð 7.925 kg. Þriðja búið í röðinni er í Reykjahlíð á Skeiðum þar sem meðalnytin var 7.886 kg. Þarna eru á ferðinni sömu búin og sátu efst í síðasta mánuði, röðin sú sama og þá.

Nythæsta kýrin á síðustu 12 mánuðum er Týra 120 Hræsingsdóttir 98046 í Hraunkoti í Skaftárhreppi, nyt hennar á þeim tíma var 12.554 kg en Fríða 117 Stöðulsdóttir 05011 á sama bæ sem var í efsta sæti á þessum lista í síðasta mánuði situr nú í fjórða sæti með 12.073 kg. Önnur kýrin í röðinni yfir nythæstu kýrnar síðastliðna 12 mánuði er Díana 194 Stígsdóttir 97010 á Seljavöllum í Hornafirði og mjólkaði 12.234 kg. Hin þriðja á þessum lista nú í nóvemberlok er Tíund 279 Síríusardóttir 02032 í Leirulækjarseli í Borgarbyggð, en hún mjólkaði 12.084 kg.

Fram undan er ársuppgjör og við viljum nota tækifærið og biðja menn að skila skýrslum fyrir desember tímanlega sem og þá sem eiga eftir að skila eldri skýrslu að gera það hið fyrsta.


Sjá nánar:
Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar á vef BÍ


back to top