Hollaröð síðsumarsýningar kynbótahrossa komin á vefinn

Hollaröð síðsumarsýningar kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum við Hellu 20.-25. ágúst n.k. er komin á vefinn hjá okkur. Tvær auðveldar leiðir eru til þess að komast í hollaröðina. Annars vegar er að finna hlekk með því að smella á „Síðsumarsýning á Gaddstaðaflötum“ í rammanum hér hægra megin á síðunni, þ.e. í „Á döfinni“. Hins vegar er hægt að nota flýtileiðina hægra megin á síðunni og velja „Kynbótasýningar 2012“. Undir „Kynbótasýningar 2012“ er að finna hlekk í hollaröðina í „Áhugavert“ hægra megin á síðunni.
Dómstörf munu hefjast mánudaginn 20. ágúst kl. 8.00. Við biðjum knapa og umráðamenn hrossa að mæta stundvíslega því nú þegar líður að hausti tekur degi að halla fyrr á kvöldin. Það er því mikilvægt að dómstörfum ljúki það snemma hvern dag að birtu sé ekki farið að bregða verulega.


back to top