Hollaröð seinni yfirlitssýningar kynbótahrossa á Hellu

Hollaröð seinni yfirlitssýningar kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum við Hellu er nú loksins komin á vefinn. Dómum lauk ekki fyrr en að ganga tíu í kvöld og allnokkur vinna við röðun í holl þar sem reynt er að taka tillit til séróska svo sem kostur er. Allt slíkt tekur tíma.
Yfirlitssýningin hefst í fyrramálið (föstudaginn 8. júní) kl. 8.00 með sýningu á 7 vetra hryssum og eldri. Að þeim loknum verður tekið til við 6 vetra hryssur, þá 5 vetra og endað á 4 vetra hryssum. Áætluð sýningarlok á morgun eða öllu heldur í dag eru um kl. 18.00.
Yfirlitssýningunni verður svo framhaldið á mánudaginn (11. júní) og hefst þá kl. 8.00 með sýningu 4 vetra stóðhesta. Að þeim loknum verða 5 vetra stóðhestar sýndir, þá 6 vetra og endað á 7 vetra og eldri. Áætluð sýningarlok á mánudaginn eru um hádegið.
Við biðjum knapa og umráðamenn þeirra hrossa sem koma til sýningar að mæta tímanlega þannig að hrossin séu tilbúin þegar að þeim kemur í röðinni.
Þar sem þetta er síðasta kynbótasýning vorsins vill starfsfólk Búnaðarsambands Suðurlands þakka eigendum, umráðamönnum og knöpum samstarfið sem og öðrum þeim sem að kynbótasýningunum komu.

Sjá nánar:
Hollaröð á seinni yfirlitssýningu kynbótahrossa á Hellu


back to top