Hollaröð á héraðssýningu kynbótahrossa á Sörlastöðum

Hollaröð á héraðssýningu kynbótahrossa á Sörlastöðum sem fram fer 25.-27. maí n.k. er komin á vefinn hjá okkur. Hægt er að skoða hana á upplýsingasíðunni um kynbótasýningarnar 2010 sem velja má hérna hægra megin á forsíðuni. Einnig er hægt nota tenglana hér fyrir neðan.

Hollaröð á héraðssýningu kynbótahrossa á Sörlastöðum


Hollaröð á héraðssýningu kynbótahrossa á Sörlastöðum e. knöpum

Við viljum benda mönnum á að fylgjast vel með breytingum sem kunna að verða á hollaröðuninni vegna forfalla.
Á þriðjudaginn 25. maí hefjast dómar kl. 12.30 og verður ein dómnefnd við störf þann dag. Miðvikudag og fimmtudag (26. og 27. maí) hefjast dómstörf kl. 8.00 og þá verða tvær dómnefndir að störfum.
Yfirlitssýning verður svo föstudaginn 28. maí n.k. Tímsetning nánar auglýst síðar.


back to top