Heimsókn á kornakra á Suðurlandi

Benny Jensen ráðunautur frá BJ-Agro í Danmörku verður í Gunnarsholti á Rangárvöllum 13. júní og 14. júní í Hornafirði. Hann verður á landinu frá 11.-14. júní og mun heimsækja bú og skoða kartöflugarða en einnig kornakra á nokkrum nálægum stöðum. Þar verður ástand akranna metið og m.a. horft eftir illgresi, sjúdómum og skortseinkennum í korni.  
Kornbændum og öðru áhugafólki um kornrækt er boðið að skoða þessa akra með Benny og ráðunautum frá RML. Innheimt verður þátttökugjald af þeim sem mæta í þessar kornskoðanir, 7.500 kr. á mann en aðeins þarf þó að greiða fyrir einn frá hverju búi. Í Skagafirði mun Þreskir ehf. greiða þátttökugjaldið fyrir sína félaga.
Dagskrá heimsóknanna er eftirfarandi:
Hegranes í Skagafirði, þriðjudag 12. júní kl. 10:15-12:15. Byrjað verður í Keldudal kl. 10:15 en síðan farið í Hamar og Ríp.
Gunnarsholt á Rangárvöllum, miðvikudag 13. júní kl. 13:15-16:30. Þar verða skoðaðir akrar hjá þremur ræktendum. Byrjað við gamla flugvallarplanið sem er rétt sunnan og vestan við vegamót Rangárvallavegar og Þingskálavegar.
Fimmtudaginn 14. júní verða skoðaðir kornakrar í Hornafirði.
Nánari upplýsingar veita Eiríkur Loftsson, s. 8996422 og Helgi Jóhannesson, s. 8980913, ráðunautar hjá RML.


back to top