Hamingjuóskir til sunnlenskra hestamanna

Stjórn Búnaðarsambands Suðurlands kom saman í gær, mánudaginn 7. júlí í tilefni af 100 ára afmæli Búnaðarsambandsins en afmælisdagurinn sjálfur var þann 6. júlí. Á fundinum var m.a. færðar til bókar hamingjuóskir Búnaðarsambandsins til sunnlenskra hestamanna með afar góðan árangur á nýafstöðnu Landsmóti hestamanna.

Má þar m.a. nefna öflugar ræktunarbússýningar frá Auðholtshjáleigu og Blesastöðum 1 en Blesastaðir 1 var einmitt valið ræktunarbú ársins í sms símakosningu Landsmótsgesta. Þá vakti athygli frábær árangur margra rangæskra hestamanna í hinum ýmsu greinum.


back to top