Hagþjónusta landbúnaðarins verði lögð niður

Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um að leggja Hagþjónustu landbúnaðarins niður en frumvarpið gerir ráð fyrir að verkefni stofnunarinnar verði færð til Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri.
Hagþjónusta landbúnaðarins er staðsett á Hvanneyri og því er í raun ekki um að ræða mikla breytingu.
Í minnisblaði sem lagt var fyrir ríkisstjórnarfund í morgun segir m.a. að með þessu verði efld starfssemi Landbúnaðarháskólans í hagþjónustu, rannsóknum því tengdu og kennslu. Frumvarpið heimilar ráðherra jafnframt að semja við aðra um verkefni sem Hagþjónustan hafði með höndum.


back to top