Gyllir 03007 valinn besta naut 2003 árgangsins

Á síðasta fundi ræktunarhóps í nautgriparækt var Gyllir 03007 valinn besta naut 2003 árgangsins. Gyllir er frá Dalbæ í Hrunamannahreppi og eru ræktendur þau Arnfríður Jóhannsdóttir og Jon Viðar Finnsson. Gyllir er undan Seifi 95001 og Fluga 254 Soldánsdóttir og er því sammæðra Glæði 02001 sem einnig hefur reynst mjög vel.
Gyllir 03007 gefur mjög mjólkurlagnar kýr með góða júgur- og spenagerð. Mjaltir verða að teljast frábærar en þar hefur hann nú 130 í kynbótamat. Skap dætra Gyllis er einnig mjög gott. Heilt yfir er dætrahópur Gyllis mjög sterkur og nánast hvergi veikan hlekk að finna. Hann stendur nú efstur nauta í 2003 árgangnum með 115 í heildareinkunn.


back to top