Fyrstu niðurstöður heyefnagreininga á Stóra-Ármóti

Óhætt er að segja að beðið hafi verið með nokkrum spenningi eftir niðurstöðum heyefnagreininga á Stóra Ármóti. Það viðraði illa til heyverkunar um miðjan júní þegar tún voru tilbúin til sláttar og drógst sláttur til 20. júní og var að mestu lokið 27. júní.

Tafla 1: Orku- og próteinþættir heyja
Tún  Slegið   Meltanleiki  Fem Prótein   AAT PBV  NDF  Þurrefni 
 Skálholt 20.6.2014       72 0,83    128  71   8   572    30
Litla Heiði  22.6.2014        72  0,83    132   71   12   574     33 
Kúadalur austur  27.6.2014        71  0,81    184   67   69   575     51 
Stóratún v. veg  22.6.2014       73  0,84    142   71   21   585     29 
Fjárhústún  27.6.2014        70  0,80    154   68   39   590     50 
Meðaltal          71,6 0,80  148,0 69,5  29,7  579,2     38,5 

Tafla 1 sýnir að þessi dráttur á slætti hefur haft veruleg áhrif á efnainnihald heyjanna. Meltanleikinn er lægri og trénisgildin (NDF) hærri en við höfum átt að venjast. Æskilegt hefði verið að sjá meltanleikatölur í kringum 75 og NDF á bilinu 450-500. Ennfremur er próteininnihaldið lágt enda lækkar próteinið hratt þegar plantan þroskast.

Tafla 2: Steinefni
Tún  Ca  P  Mg   K  Na  S   Fe  Mn  Zn  Cu
Skálholt  5,0  2,4  1,7   19  0,3  2,3   76  40  25  7,5
Litla Heiði  3,2  2,5  1,7   17  2,6  2,1   163  52  35  7,7
Kúadalur austur  3,1  3,3  1,9   23  0,6  2,6   124  64  35  9,2
Stóratún v. veg  2,8  2,5  1,5   20  0,8  2,0   87  37  40  6,6
Fjárhústún  2,6  3,5  1,6   26  0,3  2,2   131  59  29  7,3
Meðaltal  3,4   2,8   1,7   20,9   0,9   2,2   116,2   50,4   32,7   7,6 

Tafla 2 sýnir steinefninnihald heyjanna. Það vantar nokkuð uppá að heyin fullnægi þörfum fyrir meginsteinefnin, Ca, P, Mg og Na, nokkuð sem er algent þar sem vallarfoxgras er uppistaðan í túnunum. Snefilefnastaðan er hins vegar nokkuð viðunandi. Auðvelt er að bæta kúnum upp steinefnaskortinn með því að blanda steinefnablöndu í heilfóðrið.

Áhugavert verður að fylgjast með niðurstöðum heyefnagreininga þegar þær birtast frá fleiri landsvæðum. Ef þessar niðurstöður endurspegla það sem koma skal er hætt við að átgeta gripanna verði takmörkuð sem gæti leitt til lægri afurða ef ekki er brugðist rétt við.

Stóra Ármóti 14.ágúst 2014 – ghh

 


back to top