Fyrsta vigtun holdakálfa sem fæddust 2019 hjá Nautís

Í septemberlok voru holdakálfarnir sem fæddust í sumar settir í einangrun þar sem þeir verða næstu 9 mánuðina. Þeir voru flestir orðnir þriggja mánaða eða alveg að verða það. Um leið voru þeir vigtaðir. Þyngstur var Haukur 0013 en hann vóg 208 kg 93 daga gamall. Það gerir þungaaukningu upp á 1710 gr á dag.  Meðalþynging allra kálfana var 1433 gr. á dag sem er umtalsvert meiri þynging en hjá kálfunum sem fæddust í fyrra miðað við sama aldur.

Fósturvísainnlögn á þeim 41 fósturvísi sem fluttir voru inn nú fyrir skömmu er lokið. Fósturvísarnir eru undan Emil av Lillebakken 74028 en hann er með 135 í kynbótaeinkunn fyrir vaxtarhraða og kjöteiginleika. Fyrstu kálfarnir gætu fæðst í byrjun júní á næsta ári.

Á myndinni má sjá nautin Eirík 0020 og Hauk 0013 en þeir eru undan Horgen Erie og Hovin Hauk


back to top